Sagan og annað
Nemendur í 8.bekk skrifuðu bréf til skólastjóra í febrúar 2012 þar sem þeir skoruðu á hann að sjá til þess að þeir fengju að prófa spjaldtölvur í námi. Á sama tíma var haft samband við einn kennara skólans sem var spurður hvort að hann væri tilbúin til að prófa Samsung snjalltæki í kennslu. Það voru Skóla- og frístundasvið (SFS) og Upplýsingatæknideild borgarinnar (UTD) sem höfðu áhuga á að prófa hvernig þessi tæki myndu nýtast við kennslu í borginni. Þetta var rúmu ári áður en tækin komu í skólann.
Til að undirbúa þetta verkefni, fór mikil vinna af stað innan skólans. Aðalatriðið (að okkar mati) er ekki að fá tölvur og nota þær til að kenna á hefðbundinn hátt, heldur að nýta þá möguleika sem tæknin býður upp á um leið og kennslan sjálf er endurskoðuð. Þar sem Netskólinn (Moodle) var þegar orðin stór hluti af kennslu í unglingadeild í nokkrum fögum, þá lá beinast við að efla hann enn frekar. Eftir hugleiðingar um hvað vantaði af smáforritum fyrir Androidstýribúnað, var ákveðið að nýta Netskólann eins og hægt er í stað þess að hugsa of mikið um hvað er til í android og hvað vantar. Þá skiptir ekki heldur engu máli hvaða stýrikerfi er í þeim tölvum sem notaðar eru.
Þar sem þetta er tilraunarverkefni, þá var ákveðið að prófa eins margt og hægt er í einu svona verkefni. Skólinn fékk þrjár tegundir af Samsung Android tölvum til að prófa. Um er að ræða Samsung Galaxy tab með 10.1" skjá og sömu tegund með 7" skjá. Einnig verðum við með Samsung Note 10.1 til í þessu verkefni. Þetta verkefni verður gert með nemendum sem nú eru í 9. bekk og við höldum áfram með þeim veturinn 2013-14, þegar þau eru í 10. bekk. Þar sem þetta er þriggja ára verkefni, þá mun annar árgangur taka við tölvunum þegar þessir nemendur útskrifast. Núna er um að ræða þrjá bekki sem munu prófa öll tækin á þessum þremur önnum, þannig að nemendur skiptast á tækjum eftir hverja önn.
Til að undirbúa þetta verkefni, fór mikil vinna af stað innan skólans. Aðalatriðið (að okkar mati) er ekki að fá tölvur og nota þær til að kenna á hefðbundinn hátt, heldur að nýta þá möguleika sem tæknin býður upp á um leið og kennslan sjálf er endurskoðuð. Þar sem Netskólinn (Moodle) var þegar orðin stór hluti af kennslu í unglingadeild í nokkrum fögum, þá lá beinast við að efla hann enn frekar. Eftir hugleiðingar um hvað vantaði af smáforritum fyrir Androidstýribúnað, var ákveðið að nýta Netskólann eins og hægt er í stað þess að hugsa of mikið um hvað er til í android og hvað vantar. Þá skiptir ekki heldur engu máli hvaða stýrikerfi er í þeim tölvum sem notaðar eru.
Þar sem þetta er tilraunarverkefni, þá var ákveðið að prófa eins margt og hægt er í einu svona verkefni. Skólinn fékk þrjár tegundir af Samsung Android tölvum til að prófa. Um er að ræða Samsung Galaxy tab með 10.1" skjá og sömu tegund með 7" skjá. Einnig verðum við með Samsung Note 10.1 til í þessu verkefni. Þetta verkefni verður gert með nemendum sem nú eru í 9. bekk og við höldum áfram með þeim veturinn 2013-14, þegar þau eru í 10. bekk. Þar sem þetta er þriggja ára verkefni, þá mun annar árgangur taka við tölvunum þegar þessir nemendur útskrifast. Núna er um að ræða þrjá bekki sem munu prófa öll tækin á þessum þremur önnum, þannig að nemendur skiptast á tækjum eftir hverja önn.