Velkomin á kynningarsíðu okkar um spjaldtölvuverkefni skólans
Spjaldtölvur-Hólabrekkuskóli
  • Fréttir
  • Skólinn og verkefnið
  • Saga verkefnsins
  • Smáforrit og önnur forrit
  • Hafa samband

Spjaldtölvuverkefni Hólabrekkuskóla

Í apríl 2013 hófst samstarfs- og tilraunaverkefni Hólabrekkuskóla, Upplýsingatæknideildar Reykjavíkuborgar, Skóla- og Frístundasviðs og Nýherja.

Verkefnið gengur út á að skoða hvernig hægt er að nýta Samsung spjaldtölvur með android stýrikerfi við kennslu og horfa til framtíðar hvað varðar samþættingu nýrra kennsluhátta og tækni. 

Í unglingadeild Hólabrekkuskóla er Námsvefur grunnskólanna (Moodle) notaður í ýmsum fögum og erum við spennt að sjá hvernig við getum fært okkur þá síðu í nyt í kennslustofunni, en hingað til hefur síðan eingöngu verið notuð til að vinna heimaverkefni og fyrir sjálfsnám nemenda.  


Powered by Create your own unique website with customizable templates.