Velkomin á kynningarsíðu okkar um spjaldtölvuverkefni skólans
Spjaldtölvur-Hólabrekkuskóli
  • Fréttir
  • Skólinn og verkefnið
  • Saga verkefnsins
  • Smáforrit og önnur forrit
  • Hafa samband

Forritin okkar 

MOODLE - Netskóli Reykjavíkur - er kennslukerfi sem við höfum unnið með í langan tíma. Upplýsingatæknideild Reykjavíkuborgar rekur kerfið fyrir alla skóla í Reykjavík. Allar gagnvirkar æfingar, próf, heimaverkefni, ritgerðaskil, aukaefni og margt annað er inni á okkar síðum og eru nemendur og kennarar skólans orðnir mjög duglegir að nýta sér það sem kerfið býður upp á. Kerfið er óháð stýrikerfum tölvanna og því hægt að vinna með efnið í hvaða tölvu sem er.  Tölvarnar þurfa bara að hafa netaðgang.

EVERNOTE - Við völdum Evernote fyrir ritvinnsluna. Forritið býður upp á að nemendur vinni með sömu skjölin í mismunandi tölvum og oft er betra að vinna lengri ritvinnsluverkefni á öðrum tölvum en spjaldtölvum, þó að hægt sé að byrja á þeim þar.

SOCRATIVE - Er frábært tæki til að setja fyrir próf sem við eigum í okkar fórum. Nemendur geta m.a. farið í skemmtilega keppni þegar þau leysa próf.  Við munum þó áfram setja flest próf inn í Moodle.

PLÖNTULYKILL - Fyrirtækið Genium gaf Hólabrekkuskóla Plöntulykilinn í allar spjaldtölvur skólans. Einnig munu þær fá alla þá lykla sem fyrirtækið er að vinna að á næstu árum s.s fiskalykilinn og fuglalykilinn. Mjög kærkomin gjöf. 

FOXIT MOBILE PDF - Forrit sem virkar líkt og hið frábæra Foxit Reader sem er mikið notað, sérstakega í sérkennslunni. Appið er þó ekki með alla bestu kostina við það forrit. 



Fyrir dönsku:

Sproghjælp (app) - Mikið af upplýsingum um hvernig danskt mál er notað

Word collapse (app) - orðaleikur fyrir 11 mismunandi tungumál. 

Superflashcards (app og vefsíða) - orðaforðaæfingar með vendispjöldum (athugið að þetta forrit er fyrir mjög mörg tungumál)

Danmarks aviser (app) - forrit með tengingu við mjög mörg dönsk dagblöð.

Lexi Krydsord (app) - krossgátur á dönsku, m.a. barnagáta sem hentar við kennslu í unglingadeild

Fyrir stærðfræði

Schematic Mind - hugtakakortagerð

Math Pack

Math Bug

Linear Equition

Excel Tutorials nokkrar gerðir

Algebra Tutor

Math problems


og önnur forrit og úrlausnir fyrir stærðfræðina eru:

Polaris (nema ef betra excel finnst)

Dropbox

Skype

YouTube

Google maps

Google docs

Khanacademy





Fyrir yngri nemendur (forrit sem við höfum rekist á og teljum vera ágæt til notkunar á yngri stigum)

Spjaldið er notað mikið í sérkennslu á yngsta stig. Þar er  t.d. „Stafrófið“ og  „Stafaleit“  til að æfa heiti og hljóð stafanna, „123s & ABCs..“ til að æfa stafdrætti bæði bókstafa og tölustafa, „Connect the dots“ til að æfa talningu og fínhreyfingar, „Magic Puzzles“ til að þjálfa formskyn, „Hengdi maðurinn“ með eldri krökkunum (sum þeirra æfa heiti bókstafanna í gegn um þann leik) og svo auðvitað ýmsa leiki sem umbun en margir þeirra reyna á hraða hugsun og viðbragðsflýti.  

Class dojo (vefsíða og app) - Umbunarforrit sem á að hvetja nemendur til að standa sig vel 












Powered by Create your own unique website with customizable templates.