Fréttir
Nýjustu fréttir efst
16. febrúar 2016
Undanfarin ár hafa spjaldtölvurnar verið notað að mestu í unglingadeild og þá aðallega fyrir 10. bekk. Eins og fram kemur í lokaskýrslunni þá þykja tölvurnar gamlar og því margir nemendur sem vilja helst frekar fá að nota símana sína en að þurfa að vinna í þessum tækjum. En þær valda enn mikilli gleði á yngri stigum og munu verða notað þar eitthvað áfram í þjálfun á hinum ýmsu grunnþáttum og í grunnþjálfun. Við erum með nokkrar tölvur í notkun þar nú þegar, ásamt nokkrum sem eru nýttar í sérkennslu með góðum árangri og hjá nemendum með sértæka námsörðuleika. Þar henta tölvurnar sérstaklega vel og nemendur ánægðir að hafa aðgang að námsgögnum í spjaldtölvunum. Eitthvað erum við þó að vandræðast með að ekki eru öll kennslugögn aðgengileg fyrir snjalltæki.
En hér er lokaskýrslan
Apríl 2015
Eftir að hafa verið í miklum vandræðum með að hlaða tölvurnar vegna þess hve mörg hleðslutæki hafa bilað, þá keyptum við hleðslustaur fyrir 16 snjalltæki. Nú eru tæki hlaðin þar og lítil vandræði vegna þess að það vantar fleiri hleðslutæki. Við erum mjög ánægð með þessa viðbót.
3.desember 2014
Loksins fréttir af spjaldtölvunum hér í Hólabrekkuskóla. Nemendur í 10. bekk fengu spjaldtölvur til nota sem eigin tæki. Það er sem sagt enn 1:1 stefna í gangi hjá okkur í 10. bekk. En við eigum fleiri tölvur en fjölda nemenda er í 10. bekk, þannig að við erum með bekkjarsett sem nemendur í öðrum árgöngum nota. Þær tölvur eru allar skráðar á sama gmaili, en Hólabrekkuskóli er með Google apps for Education, þannig að öll stjórnun á netföngum tengdum spjaldtölvunum eru nú undir stjórn starfsmanns skólans. Það er mikill léttir og gerir vinnuna auðveldari. Einnig eru sífellt fleiri tæki að fara til nemenda með sérþarfir og þó nokkur tæki komin í notkun á yngsta stigi og eru þar notuð í stöðvavinnuverkefnum.
Flestir nemendur velja að fara heim með tækin, en fyrstu tvo mánuðina þurftu þau að skila þeim inn til verkefnastjóra eftir hvern tíma, til að vinna sér inn rétt til að fá að taka þær með heim. Það gekk alveg furðu vel og því fengu þau val eftir vetrarfrí um að taka þær með, eða geyma þær áfram í skólanum. Það eru enn um 20- 40% nemenda sem kjósa að geyma þær í skólanum, sumir alltaf, aðrir taka þær eingöngu með heim þegar þeir eru að vinna áfram með verkefni sem þeir byrjuðu á í skólanum.
Við erum núna að prófa Airwatch fyrir Upplýsingatæknideild Reykjavíkurborgar. Airwatch er MDM (mobil device management) fyrir snjalltæki. Forritið er uppsett í tölvurnar af verkefnastjóra og virkar þannig að nú getur stjórnandi kerfisins séð hvar tölvurnar eru staðsettar, sent forrit í allar tölvurnar og gert ýmislegt sem hjálpar til við að stjórna notkun tækjanna. Einnig er skóla prógram með forritinu sem við erum ekki byrjuð að nota, en þegar það er komið í notkun geta kennarar stjórnað tækjunum í eigin stofu og hvernig þeir vilja að tækin séu notuð. Það er til að mynda hægt að vera með eigin Airwatch browser þar sem kennarinn stjórnar því hvaða forrit nemandinn kemst í eða lokar á þau sem hann vill ekki að séu notuð í tilteknum verkefnum. En hvað er notað eða hvað ekki má (ef eitthvað), er algjörlega í valdi kennarans í hverri stofu. Þetta á að virka mjög vel þegar skólarnar hafa tekið upp MET stefnu (Með Eigið Tæki - (BYOD)), en við erum ekki komin svo langt.
Spjaldtölvurnar eru enn þvílík hjálp við skólastarfið hjá okkur og eftir því sem tíminn líður, sjá kennarar alltaf fleiri og fleiri leiðir til að nota þær i sinni kennslu. Þörfin á spjaldtölvum er ekki að minnka, heldur þvert á móti þá eykst hún stöðugt. Við bíðum spennt eftir opnu þráðlausu neti, þannig að við getum farið að leyfa öll nemendum að nota eigin tæki í sínu námi. Við sjáum ekki fyrir okkur að eiga nokkurn tímann eftir að spjaldtölvuvæða hvern einasta nemanda í skólanum.
26.júní 2014
Önnur áfangaskýrsla vegna notkunar á spjaldtölvum við kennslu í Hólabrekkuskóla er nú tilbúin og hægt er að lesa hana hér
Áfangaskýrsla 2
2. maí 2014
Við höfum lent í ýmsu með tölvurnar undanfarna mánuði. Nokkrar tölvur hafa beinlínis horfið á miðjum skóladegi, bæði beint úr töskum nemenda og einnig úr stofunum. Við höfum tekið upp ný vinnubrögð og reynum t.d. að passa að nemendur skilji tölvurnar eftir í stofunum í frímínútum. Einnig höfum við sett Meraki í tölvurnar en var ekki áreynslulaust. Ekki er mögulegt að setja forritið í tölvurnar nema loka fyrir proxy stillingar þráðlausa kerfisins og það höfum verið gert tvisvar undanfarið til að sjá til þess að forritið sé í öllum tölvum nemenda. En forritið gerir ekki gagn nema til að sýna hvar var síðast kveikt á tölvunni. Um leið og búið er að strauja tölvuna er forritið horfið. Þar sem ein tölvan hvarf eftir að forritið fór í tölvuna, sé ég bara að síðast var kveikt á henni í skólanum. Nemendur geta líka skráð sig inn á Samsung account, sem er mun betra eftirlitskerfi. Þau geta þá farið inn á síðuna:
http://findmymobile.samsung.com/login.do hverfi tækið þeirra. En þann reikning er ekki heldur hægt að setja upp hér í skólanum og nemendur þurfa að setja hann upp með lykilorði og eigin gmail adressu. Þó að hægt sé að setja Meraki inn á stuttum tíma, tekur hitt mun lengri tíma og krefst þess að nemendur séu á staðnum. Við bíðum spennt eftir opnu þráðlausu kerfi hér í skólanum. Að afhenda tölvurnar án nokkurrar ábyrgðar nemenda eða foreldra þeirra er kannski ekki alveg best leiðin og því höfum við ákveðið að hugsa hlutina upp á nýtt næsta vetur og með það að viðmiði að opið kerfi verið þá komið í skólann og að við getum byggt á BYOD stefnunni.
Lyklaborðin eru enn að gera góða hluti og nemendur nokkuð sammála um að án þeirra væri notkun þeirra ekki á tækjunum ekki eins mikil í unglingadeildinni. Þau skrifa mikið í tímum og næstum öll þeirra kjósa að nota lyklaborðin.
En nú eru nemendur farnir að undirbúa sig undir lokapróf og þá er spurt um gagnvirkar æfingar og skipulagsforrit. Við höfum því farið í gegnum kynningar á nokkrum forritum. Skipulagsforritið sem þau eru hrifnust af er Quizlet sem nokkrir nemendur nota til að búa til sameiginleg "flash cards". Við setjum gagnvirku æfingarnar inn í Moodle svo að við getum fylgst með hvað þau eru að gera og hvar veikleikar þeirra liggja.
Veturinn hefur líka sýnt okkur að notkun námskerfis eins og Moodle (Námsvefur grunnskólanna) verður svo miklu auðveldari með notkun tækja í kennslustofunni og skilaverkefni nemenda verða oft mun skemmtilegri. Það hefur þó komið nokkuð á óvart hve lítið nemendur kunnu á tækin áður, þrátt fyrir að vera flest með snjallsíma.
24. febrúar 2014
Loksins gáfum við okkur tíma til að gera eitthvað í þessu Flash veseni sem við erum búin að vera í. Með því að opna síður eins og nams.is í Firefox vafranum er ekkert mál að spila gagnvirkar æfingar sem krefjast Flash Player. UTD borgarinnar er þó enn að skoða vandmálið með Youtube, því að kerfið okkar virðist koma í veg fyrir spilun á myndböndunum. Ef að einhver er með góða lausn á því vandamáli, þá endilega hafið samband við okkur.
Nú þegar nemendur í 10. bekk eru að fara að útskrifast í vor, ætlum við að hugsa notkunina á tækjunum upp á nýtt. Ein hugmyndin er að nemendur fái að koma með eigin tæki í skólann (BYOD) en þeir sem ekki eiga snjalltæki, fái lánað hjá skólanum gegn skilagjaldi. Séu einhverjir sem ekki vilja (eða geta) borgað skilagjaldið, muni þeir hafa aðgang að spjaldtölvum í skólanum en fara ekki með tækin heim. Með þessu móti gætum við verið með spjaldtölvur í fleiri árgöngum en hefur verið mögulegt síðan verkefnið byrjaði.
27. janúar
Nú er Lanschool komið í eina kennaratölvu og ýmsir annmarkar ljósir. Í fyrsta lagi eru ekki komnir íslenskir stafir ennþá, en það á að biðja um að það verði lagað. Einnig eru margir kostir svona kennarastýringar ekki virkir í android tækjunum. Það er hægt að senda nemendum skilaboð (ekki með íslenskum stöfum), það er hægt að sjá í hvaða forriti þau eru að vinna og það er hægt að setja fyrir kannanir og próf. Það er hægt að taka yfir nemendatölvu og það er hægt að senda nemenda kennaraskjáinn. Það er líka hægt að senda nemendum vefsíður.
En nemendur þurfa að skrá sig inn í stofuna (channel) til að kennari sjái nemendatölvur, sem þýðir að þau skrá sig bara út ef að þau eru að gera annað en vinna að verkefnunum og þau geta skýrt sig hvað sem er. Þannig að nemandi sem vill fá frið, getur notað nafn annars nemanda. Það er ekki hægt að loka á síður eða leyfa bara aðgang að einni eða fleiri s. Eftir mjög stutta notkun, er ekki hægt að segja að þetta forrit sé að skora hátt hjá okkur.
16. janúar 2014
Eftir að hafa straujað tölvurnar í þriðja sinn, er nú verið að afhenda nemendum þriðju tegundina af tölvum. Það er gaman að heyra í þeim þegar sum segja að litlu 7" tölvurnar séu bestar og leiðinlegt að missa þær, á meðan aðrir virðast dauðfegnir að losna við þær og fá Note 10" vélarnar. Þessar tvær eru klárlega vinningshafar hér í skólanum. Tab 2 10" fær litla athygli hjá nemendum. Þær tölvur hafa hvorki penna sem gerir Noteinn vinsælan, né eru handhægar eins og 7" tölvurnar. Þannig að kannski tapa þær aðallega vegna samanburðar við hin tækin.
Við gerðum óformlega könnun á haustönninni um notkun tölvanna. Þar kom skýrt fram að flestir nemendur eru mjög ánægðir með lyklaborðin sem við létum þá fá og telja að með þeim hafi notkunarmöguleikar tölvanna aukist til muna. Það kom okkur smá á óvart hve margir nemendur vinna með þessi lyklaborð í tímum. Þau voru þó sammála um að lyklaborðin væru lítið notuð heima og því kannski óþarfi fyrir skóla að leyfa nemendum að taka þau með heim úr skólanum.
Varðandi tölvurnar eftir haustönnina, þá skiluðu þær sér flestar í fínu ástandi, þó að við virðumst vera í óvenjulegum vandræðum með hleðslutækin og snúrurnar sem fylgja þeim. Það er spurning hvað nemendur séu að gera þegar hleðslutækin virðast verða fyrir einhversskonar skammhlaupi. Við höfum ekki hugmynd, en 8 hleðslutæki hafa bilað hjá okkur á undanförnum mánuðum.
Ein tölva hvarf á síðustu önn, en það var 7" Tab 2.
Þegar farið var yfir tölvurnar, kom í ljós að nokkur hleðslutæki höfðu ekki skilað sér og það vantaði 4 penna. Við tókum þá ákvörðun að afhenda ekki nýjar tölvur til nemenda sem höfðu týnt hlutum sem þeir áttu að skila og þá skiluðu 1 penni sér strax og nokkur hleðslutæki. Póstur hefur verið sendur á foreldra þeirra nemenda sem ekki fá tölvurnar og málið útskýrt. Kannski skila sér fleiri tæki á næstu dögum.
Það er enn verið að vinna í að laga Youtube aðganginn.
Einnig er verið að vinna í að setja Lanschool í kennaratölvurnar og þegar það er komið, sækja nemendur app í tölvurnar sínar.
2. október - Við höfum verið í vandræðum með að spila youtube myndbönd á spjaldtölvunum. Þetta tengist eitthvað þráðlausu kerfi borgarinnar og samspili þess við android tæki. Það er verið að vinna í að laga það. Moodle vinna okkar hefur gjörbreyst í vetur og þá til batnaðar. Mjög mörg verkefni og próf eru komin þangað inn og nemendur fá oft einkunn strax að prófi loknu. Það virðist gleðja þau mjög og þar sem þau sjá villurnar sínar, þá spyrja þau oft hvað hafi verið rangt hjá þeim. Nú eru líka innsláttarvillur eitthvað sem að trufla þau, en það var ekki áður. Við erum mjög ánægð með samþættingu Moodle og spjaldtölvanna.
10. september - Vegna breytinga sem hafa orðið hjá okkur í 10. bekkjar árganginum, áttum við 6 tölvur sem við gátum sett í prófun í önnur verkefni. Þrjár tölvur fara í stöðvavinnu tengdu Byrjendalæsi í 1-2 bekk og þrjár í samskonar verkefni í 3-4 bekk. Við bíðum spennt eftir niðurstöðum úr þeirri vinnu.
Lyklaborðin eru að gera góða hluti fyrir marga nemendur og meira notuð en okkur grunaði. Fyrst var áætlað að nemendur myndu geyma þau í skólanum, enda sáum við ekki mikla þörf fyrir notkun þeirra heima, en nemendur voru á öðru máli. Þau vilja endilega nota þau og nýta við heimavinnuna líka. Flestir nota þau í tímum, en einstaka finnst betra að nota bara skjályklaborðin (enda kannski vanari því).
Eftir að hafa yfirfarið allan búnaðinn núna á haustmánuðum kom í ljós að nemendur höfðu skilað tölvunum í frábæru ásigkomulagi.
Lanschool leyfin eru komin en kerfið er ekki komið inn í tölvurnar ennþá. Það er verið að vinna í því.
29. ágúst - Spjaldtölvur voru afhendar nemendur að nýju og nú fengu þau aðra tegund í hendur en þá sem þau skiluðu í vor. Nemendur voru mjög ánægðir með að fá lyklaborð með tölvunum.
23.ágúst - Við höfum verið að bíða eftir svari um hvort að við myndum fá Lanschool kennslustýringuna í tölvurnar eða ekki. Það er búið að samþykkja það og verið að ganga frá leyfunum. Við reiknum með að afhenda nemendum tölvurnar í næstu viku.
16.júní - Áfangaskýrsla senda til allra þátttakenda verkefnisins.
22. maí - Við fengum góða heimsókn í dag frá Samsung í Danmörk og Nýherja. Við fórum yfir hugmyndir okkar sem verkefnið er byggt á og fengum upplýsingar um lausnir Samsung. Ákveðið var að fyrirtækið myndi aðstoða Nýherja við að gera þetta verkefni eins vel úr garði og mögulegt er. Við erum með hugmyndir um forrit sem við vildum sjá sem mögulegar lausnir fyrir okkur og munum senda Samsung lista yfir þau núna á vormánuðum. Fulltrúar fyrirtækisins ætla að athuga hvort að þessi forrit finnist og ef ekki, athuga möguleika á að þannig smáforrit verði búin til. Þetta væru t.d. svona dagblaðaform sem hægt er að fylla út í og virkar líkt og Publisher og er þá hægt að nota óháð tungumáli.
16. maí - Í dag var fyrsti fundur í teyminu sem vinnur saman að innleiðingu kennslu með snjalltæki í Hólabrekkuskóla. Þetta var mjög góður fundur þar sem fólk ræddi um ýmsar hliðar nettengdrar kennslu og úrræði sem í boði eru og þær væntingar sem fólk hefur til notkunar tækjanna. Í teyminu sitja á þessum tímapunkti fulltrúar Hólabrekkuskólar, Upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar, Skóla- og frístundasviðs og Nýherja. Við eigum von á smá viðbót á næsta ári.
14. maí - Eftir tæplega mánaðar notkun á spjaldtölvunum, hefur margt mjög gott komið í ljós. Námsáhugi margra hefur aukist merkjanlega og nemendur sem hafa ekki haft mikinn áhuga á náminu, eru að sýna miklar framfarir á þessum stutta tíma. Við vonum að þessi áhugi haldi áfram að aukast. Einnig hefur myndavélin í tölvunum komið sér einstakleg vel í vorverkefnum í dönsku.
Nemendur eru margir að nota Evernote við ritvinnslu og það kom sér einstaklega vel hjá einum nemanda sem uppfærði spjaldtölvuna sína óvart og allt sem hann hafði sett inn, hvarf. Öll ritunarverkefni var þó auðvelt að sækja aftur í Evernote skýið og því var "tjónið" ekkert. Við erum líka farin að fá send verkefni beint úr Evernote, enda er það mjög auðvelt forrit í notkun.
Kennarar hafa verið að skoða smáforrit sem henta við kennslu og það heitasta í dag var að finna gott forrit fyrir gerð hugtakakorta, enda hefur skólinn verið með hugtakakortagerð og þjálfun nemenda í gerð þeirra á sinni dagskrá í mörg ár. En ætli bestu fréttirnar séu ekki að nú er komið smáforrit fyrir Foxit reader, sem er fínt en þó ekki alveg eins gott og frumgerðin sem er fyrir PC tölvur.
10. maí - Hólabrekkuskólagengið ( Anna María Þorkelsdóttir, Ásgrímur Albertsson og Berglind Arndal) í tilraunarverkefninu hitti fulltrúa Námsgangastofnunar í dag. Við fórum yfir óskir okkar um námsgögn og fengum fréttir af því nýjasta hjá þeim. Það er margt spennandi í bígerð og munum við biðja um að fulltrúar stofnunarinnar verði hluti af stýrihópnum. Við lögðum fram hugmyndir um gagnvirkar æfingar og hvernig við vildum nálgast þær. Verkefnið okkar gengur ekki út á að það sé til aðgengilegt efni fyrir android stýrikerfi, heldur að námsefnið sé óháð stýrikerfi líkt og Moodle er.
18. apríl - Spjaldtölvur afhendar nemendum í viðurvist foreldra - eftir kynningarfund á verkefninu. Nemendur og foreldrar skrifa undir samning sem kveður á um rétta notkun tækjanna.
17. apríl - Flottur þráðlaus netpunktur settur upp í unglingadeild
9. apríl - Spjaldtölvurnar komu í hús.